Skilmálar

Skilmálar vegna miðakaupa á Þjóðhátíð 2024

Skilmálar vegna miðakaupa á dalurinn.is 2024

Með því að kaupa miða hjá dalurinn.is, þá samþykkir þú einnig skilmála okkar:

  • Vinsamlega athugaðu miðana þína, hvort réttar upplýsingar komi þar fram. Ekki er alltaf hægt að laga mistök við miðakaup eftir miðakaup.
  • Eftir að þú hefur keypt miða hjá dalurinn.is, í gegnum veraldarvefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum hjá dalurinn.is, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Ef viðburður sá sem keyptur er miði á er haldinn innan 14 daga frá miðakaupum átt þú hins vegar í engum tilvikum rétt á endurgreiðslu eða rétt til þess að skipta miðanum fyrir annan viðburð, sbr. 10. gr. áðurnefndra laga, nema í þeim tilvikum er viðburður fellur niður.
  • Miðar á viðburðinn verða sendir í tölvupósti þegar gengið hefur verið frá greiðslu. Einnig má nálgast miðana á vefsíðunni dalurinn.is undir mínar síður.
  • Ekki er tekin ábyrgð á ef að viðburður fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka eins og t.d náttúruhamfara, óveðurs eða ófærðar.
  • Aðgöngumiði á hátíðarsvæðið tryggir ekki öruggar ferðir í samgöngum. Miði fæst ekki endurgreiddur falli niður ferðir hjá samgönguaðilum.
  • Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur dalurinn.is sér rétt til þess að ógilda miðann og neita handhafa inngöngu á viðburð.
  • Seljandi miða eða aðstandendur viðburðar taka ekki á sig aukna ábyrgð en leiðir af lögum s.s. vegna meiðsla og annars tjóns sem kaupandi verður fyrir á viðburði.
  • Viðburðir eru á ábyrgð aðstandenda viðburða, ekki dalurinn.is
  • Aðstandendur viðburðar og dalurinn.is taka enga ábyrgð á einkamunum eiganda miða á meðan viðburði stendur.
  • Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst án fyrirvara.
  • Ég veiti dalurinn.is leyfi til að geyma persónurekjanlegar upplýsingar um miðakaupin mín út ágúst ár hvert. Upplýsingar þessar verða ekki afhentar þriðja aðila. Dalurinn.is geymir ekki kreditkorta upplýsingar sem gefnar eru við kaup á miðum, greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Borgunar.
  • Dalurinn.is leggur ríka áherslu á öryggi og trúnað þegar um er að ræða upplýsingar sem snerta einstaklinga í viðskiptum við fyrirtækið og brýnir fyrir starfsmönnum að halda þann trúnað. Brot á trúnaðarskyldu varðar áminningu og/eða uppsögn. Meðferð persónuupplýsinga dalurinn.is er í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
  • ÍBV íþróttafélag er söluaðili miða á dalurinn.is kt. 680197-2029 og vsk nr. 55432 heimilisfang P.o.box 33 902 Vestmannaeyjar.
  • Fyrirspurnir varðandi miðakaup skal senda á info@dalurinn.is og láta númer pöntunar fylgja með sé spurt um miðakaup sem þegar hafa verið gerð.
  • Á þessum viðburði verða teknar myndir sem geta verið notaðar í markaðsskyni á grundvelli lögmætra hagsmuna Ölgerðarinnar og ÍBV íþróttafélags (sjá persónuverndarstefnu Ölgerðarinnar).

Athugið að passa miðana ykkar vel. Týndur miði er tapað fé. Aðstandendur viðburðar taka ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Ef upp kemst um afritaða eða falsaða miða gæti ábyrgðarmaður viðburðar neitað öllum handhöfum miða inngangi á viðburð og krafist borgunar fyrir alla afritaða eða falsaða miða frá upprunalegum kaupanda.

Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.