VIP Tjaldsvæðið

Skráning á VIP Tjaldsvæðið er nú aðgengileg á parka.is/thjodhatid

 

VIP tjaldsvæðið er í um það bil 5 mínútna göngufjarlægð frá Dalnum. Svæðið er vaktað allan sólarhringinn og enginn kemst inn nema vera með VIP armband.
Aðgangur að VIP tjaldsvæðinu er 12400 á hvern einstakling og 2000 krónur fyrir hvert tjald.
Með hverri bókun þarf að greiða fyrir eitt tjald. Þess vegna er gott fyrir hóp að bóka sig saman í einni færslu. Ef hópur ætlar að vera með fleiri en eitt tjald er betra að greiða í tvennu lagi.
Þegar gestir mæta á svæðið þurfa þeir að gefa sig fram við tjaldsvæðavörð á staðnum til að fá afhent armband.
Hægt er að kaupa morgunverð á laugardegi og sunnudegi sem sóttur er í þjónustuhús frá klukkan 10:00 hvorn dag. Pakkinn inniheldur hreint croissant og smurt rúnstykki. 2400 krónur fyrir báða dagna.
Það eru ekki rafmagnstengi á tjaldsvæðinu, en hægt er að kaupa USB hleðslukubba á 6.200 kr. Þeir afhendast í þjónustushúsinu fullhlaðnir og á meðan á Þjóðhátíð stendur er hægt að skipta þeim út fyrir annan fullhlaðinn. Takmarkað magn í boði, en hægt að tryggja sér eintak samhliða forbókun á VIP tjaldsvæðið.
Á svæðinu er bannað að vera með einnota grill og glerílát.
18 ára aldurstakmark. Tjaldsvæðið er eingöngu fyrir tjöld, engir húsbílar, fellihýsi eða slíkt.

Deila á facebook