Fréttir

_ 28. Apríl 2017Síðasti dagur forsölu eitt er í dag

Síðasti dagur forsölu eitt er í dag
SMELLTU HÉR

_ 8. Mars 2017Fyrstu hljómsveitirnar

 Búið er að tilkynna fyrstu hljómsveitirnar sem spila á hátíðinni í sumar og er greinilegt að við getum látið okkur hlakka til:
 
SMELLTU HÉR

_ 22. February 2017Kass

Þeir sem ætla að nýta sér Kass forsöluverðið munið að hlaða niður appinu áður en kaup eru gerð. Athugið að Kass eða aðrir afslættir virka ekki á Hátíðarpassa.
 
Verðupplýsingar
 
SMELLTU HÉR

_ 17. February 2017Forsalan hefst á miðvikudaginn

 22. febrúar kl. 9:00 hefjum við forsölu á Þjóðhátíð 2017. Eins og undanfarin ár þá munum við selja miða bæði í dalinn og í Herjólf á vefsíðunni okkar dalurinn.is
 
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hátíðina hér. Í ár verða allir miðarnir rafrænir og fá viðskipavinir okkar þá senda í tölvupósti við vörukaup. Mikilvægt er að passa vel upp á miðann því týndur miði er glatað fé.
 
SMELLTU HÉR

_ 9. Ágúst 2016Óskilamunir

Lögreglan í Vestmannaeyjum er með alla þá óskilamuni sem finnast í tengslum við Þjóðhátíð. Endilega skoðið Facebook síðuna hjá embættinu.
 
SMELLTU HÉR

_ 30. Júlí 2016Laugardagspassi

 Hægt er að kaupa miða í Herjólf í dag á heimasíðu Herjólfs herjolfur.is - miðar í dalinn eru seldir í hliðinu
SMELLTU HÉR

_ 28. Júlí 2016Lokað fyrir bílaumferð í Dalnum frá 15:30 - 17:00

Þar sem okkur tekst ekki að klára það sem eftir er að gera í dalnum fyrir mikilli umferð höfum við ákveðið að loka fyrir umferð bíla  frá kl. 15:30.
Vonum við að þið virðið þessa lokun
SMELLTU HÉR

_ 28. Júlí 2016Áður en lagt er í hann

•Þú þarft að vera með strikamerki til að komast um borð í skipið
•Strikamerkið fékkstu annað hvort í tölvupósti eða hjá Íslandsbanka. Ef þú fékkst miðana í tölvupósti þá eru þeir í viðhengi.
•Dalurinn.is verður ekki með starfsmann í Landeyjahöfn þannig ef eitthvað er sendið okkur póst á info@dalurinn.is
SMELLTU HÉR

_ 27. Júlí 2016Tjöldun hústjalda

Grindur verða settar upp fimmtudaginn 28/8 á eftirfarandi tíma eftir götum, er fólk  beðið að virða tímasetningar svo tjöldun og frágangur gangi sem  hraðast fyrir sig:
kl. 11 - Reimslóð, Týsgata, Þórsgata og Ástarbraut
kl. 12 - Veltusund, Sjómannasund og Lundaholur
kl. 13 - Sigurbraut, Skvísusund og Golfgata
kl. 14 - Efri byggð og Klettar.
ATHUGIÐ að þeir sem ekki eru til staðar á tilsettum tíma eiga hættu  á að vera færðir efst í götuna.
 
SMELLTU HÉR

_ 26. Júlí 2016Miðvikudagur kl. 18:00

Miðvikudaginn 27/7 förum við í það að taka frá tjaldstæði fyrir hústjöldin í Dalnum.
Tjaldstæða kapphlaupið hefst á slaginu 18:00, við gefum starfsmönnum Þjóðhátíðar 2 mínútna forskot. Við viljum vinsamlegast biðja fólk um að virða þessi tímamörk þannig að allir fari glaðir heim.
SMELLTU HÉR

_ 26. Júlí 2016Húkkaraballið

 HÚKKARABALLIÐ
Á Húkkaraballinu í ár munu stíga á stokk GKR, Herra Hnetusmjör og Sturla Atlas. Ballið hefst á fimmtudaginn klukkan 23:00 og stendur til 03:00.Staðsetningin er ný og verður ballið í portinu aftan við Strandveg 50, inngangurinn verður frá Tangagötu.
Aðgangseyrir er aðeins 1500kr. 
SMELLTU HÉR

_ 26. Júlí 2016Sætaferðir fyrir þá sem eiga erfitt með gang

Aðgengismál hafa verið erfið í Herjólfsdal og höfum við því ákveðið að bjóða upp á sætaferðir frá Týsheimilinu á ákveðnum tímum. Vonumst við til að þessi aukna þjónusta verða til þess að færri bílar verði á hátíðarsvæðinu og því betra aðgegni fyrir sjúkrabíla, lögreglu, slökkvilið og starfsmenn hátíðarinnar. Þeir sem eiga erfitt með gang geta fengið akstur frá bílastæðinu við Týsheimilið og svo frá Dalnum á eftirfarandi tímum.   Föstudagur   Laugardagur   Sunnudagur   T: 14:00 til 14:45 D: 17:15 til 17:45 T: 20:15 til 20:45 D: 00:45-01:15   T: 14:45 til 15:15
D: 16:45 til 17:15
T: 20:15 til 20:45 D: 00:45-01:15   T: 14:45 til 15:15 D: 17:15 til 17:45 T: 20:15 til 20:45 D: 00:45-01:15  
 
Þeir sem ekki geta nýtt sér þessa þjónustu er bent á að hafa samband við starfsmenn Þjóðhátíðar í Týsheimilinu fyrir  27. júlí.
SMELLTU HÉR

_ 25. Júlí 2016Minnispunktar

 
·       Það flýtir fyrir allri afgreiðslu að koma með miðann útprentaðan. ·       Fyrir öll vörukaup á dalurinn.is gildir eitt og sama strikamerkið fyrir ferðirnar þínar í ferjuna og fyrir armbandið þitt í Dalinn. ·       Frá hádegi á fimmtudag fram á föstudagskvöld verður einnig hægt að fá armböndin sín á Herjólfsbryggjunni. ·       Við hvetjum fólk til þess að nýta sér ferðir Strætó til og frá Landeyjahöfn því að lítið er af bílastæðum í Landeyjahöfn. Þá er hægt að njóta ferðarinnar og fá akstur alveg upp að afgreiðsluhúsinu. ·       Gott er að taka með sér: Hlý föt, gönguskó, sólgleraugu, regnföt, sundföt og góða skapið. ·       Á Þjóðhátíð í Eyjum er hvorki kynferðis ofbeldi né annað ofbeldi liðið. ·       Sá sem verður uppvís af því að brjóta af sér á hátíðarsvæðinu verður umsvifalaust vikið af svæðinu og armbandið gert upptækt. ·       Farþegar Herjólfs eru hvattir til að leggja tímanlega af stað til Landeyjahafnar og gefa sér góðan tíma í akstur. Gott er að fara úr borginni 5 tímum fyrir brottför. ·       Allir brottfararmiðar verða skannaðir inn og mikilvægt að passa vel upp á miðana. ·       Á mánudeginum er mikill álagstími og hvetjum við fólk til að bíða rólegt þar til þeirra ferð nálgast. ·       Við minnum að lokum alla þá sem eru á ferðinni á að spenna beltin og eftir einn ei aki neinn.
SMELLTU HÉR

_ 23. Júlí 2016Kynferðisofbeldi er ekki liðið á Þjóðhátíð

 Í ár eru 142 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin var haldin. Í ár verður kynferðislegt ofbeldi ekki liðið frekar en í öll hin skiptin sem hátíðin hefur verið haldin.
Þeir gestir hátíðarinnar sem ekki treysta sér að fara eftir þessu eru beðnir um að sleppa því að mæta í dalinn.
Núna eru aðeins 6 dagar í að fjörið byrjar. Verum góð hvert við annað og njótum þess að skemmta okkur saman á Þjóðhátíð.
 
 
SMELLTU HÉR